Heimasíðan Móru ehf.

Móra ehf. er með gistingu og lambakjöt. þekkt fyrir jólahangikjötið sitt. gestum er boðið að skoða búskapinn. Skálholt við Breiðafjörð.

Móra gisting og hangikjöt

Nafn:

Þórður og Silja

Farsími:

8469474, 8481062

Heimilisfang:

Skálholti Barðaströnd

Staðsetning:

Krossholtum, Barðaströnd 451 Patreksfirði

Heimasími:

4562080

Um:

Gisting á Krossholtum. Heimavinnsla á lambakjöti.

Tenglar

13.04.2018 07:38

http://www.bb.is/2018/04/selja-hangikjot-beint-fra-byli/

SELJA HANGIKJÖT BEINT FRÁ BÝLI

Sífellt fleiri neytendur gera kröfu um að geta rakið uppruna þess matar sem þeir kaupa. Bændur í landinu hafa reynt að svara þessu með því að selja vörur beint frá býli, til dæmis í gegnum heimasíðu sem ber sama nafn. Þau Silja og Þórður í Skálholti á Krossholtum Barðaströnd eru meðal þeirra bænda sem selja ýmsar afurðir sem þau framleiða. Þau búa með um 100 ær og Silja segir að þeirra helsti markaður sé á heimasvæðinu og þá selji þau mest af jólahangikjötinu og heila lambaskrokka.

"Við byrjuðum að prófa að reykja hangikjöt árið 2009 og styðjumst við gamlar aðferðir," segir Silja í samtali við BB. "Það er alltaf mikil stemmning þegar við förum með kjötið á jólamarkaðinn á Patreksfirði og margir sem vilja smakka. Helstu vörurnar sem við seljum eru hangikjötið og heilir skrokkar, en svo seljum við líka minni bita af bæði lambakjöti og af fullorðnu, sem kaupendur hafa þá óskað sérstaklega eftir. Við reynum alltaf að koma til móts við óskir neytandans og erum til dæmis farin að selja erlendum ferðamönnum kjöt í smáum og neytendavænum umbúðum."

Bændur á Íslandi hafa leitað ýmissa leiða til að markaðssetja lambakjöt, sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár og jafnvel áratugi. Silja og Þórður eru vel meðvituð um þetta og til dæmis þróuðu þau og hófu sölu á sveitabjúgum síðastliðið haust, sem lagðist vel í neytendur. "Við seljum líka egg frá landnámshænunum okkar hér í heimahéraði og ferðafólk hefur einnig keypt af okkur," segir Silja. Það verður spennandi að fylgjast með vöruþróuninni hjá þeim þegar fram líða stundir en þau eru með heimasíðu sem nefnist mora.123.is

Sæbjörg
http://www.bb.is/2018/04/selja-hangikjot-beint-fra-byli/

01.12.2017 18:37

Basar á Patró

Laugardaginn 2.des verður Móra 
með sölubás á Patreksfirði í Félagsheimilunu.
Verðum með hangikjöt og fl. þeir sem ekki komast geta en panntað hangikjöt og annað kjöt hjá okkur í síma eða með tölvupósti. 
Silja 8469474, 
Doddi 8481062 
og silja@snerpa.is
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 55501
Samtals gestir: 19364
Tölur uppfærðar: 22.9.2018 09:54:27